EGO – an article by Halldór Armand Ásgeirsson EGO – grein eftir Halldór Armand Ásgeirsson

Banner4

Í nýju Guardians of the Galaxy–myndinni er verndarenglunum bjargað úr klandri einhvers staðar í víðáttum stjörnuþokunnar af dularfullri veru. Það kemur á daginn að veran reynist vera hinn týndi faðir Quills, eins af verndarenglunum, og hún kynnir sig með nafni sínu: Egó. Síðar meir býður veran þeim á plánetuna sína, sem ber sama nafn, og bróðurpartur myndarinnar gerist svo á þessum forvitnilega hnetti. Quill er sumsé sonur Egós, kominn af egói. Og já, gæinn reynir líka stanslaust að nálgast látna móður sína gegnum vasadiskóið sitt. Áhorfandinn öðlast þessa vitneskju snemma í þessari fjörugu mynd og getur nokkurn veginn sagt sér hvaða hlutverk bíður Quills. Til þess að fullkomna Ödipúsar–komplexinn og jafnframt að bjarga heiminum þarf hann – nema hvað – að eyða plánetunni Egó. Hann þarf að sigrast á egóinu.

Ef Hollywood–myndir eru einhvers konar spegilmynd samtímans, einhvers konar samtal menningarinnar við sjálfa sig, þá eru skilaboðin augljós. Egóið er það sem ógnar tilvist okkar, það er það sem ógnar gjörvallri veröldinni. Það er egóið sem vill leggja heiminn undir sig, það er egó sem framkallar ofstopa, ofbeldi, grimmd og svo framvegis. Tökum við undir þetta? Það er auðvitað engin tilviljun að Hollywood kjósi annars vegar þetta viðfangsefni og hins vegar þessa nálgun á það. Þetta er allt saman ansi kunnuglegt. Baráttan við egóið hefur um hríð verið vinsælt stef í okkar menningarheimi. Hún er til dæmis ein af grunnstoðum núvitundarhugleiðslu, sem farið hefur eins og flóðbylgja yfir Vesturlönd, þar sem í einfölduðu máli gengið er út frá því að egóið sé í senn skáldskapur hugans og rót mannlegrar þjáningar. Það er egóið sem er hið sanna fangelsi, leikhúsið innra með þér þar sem þú klæðist sífellt nýjum herklæðum löngunar og girndar. Þau hlutverk sem þér eru falin á sviðinu eru orsök þess að líf þitt er uppfullt af þjáningu.

Erum við sammála Guardians of the Galaxy–hugmyndafræðinni? Eru vandamál heimsins fólgin í egóinu? Í þeirri kvikmynd holdgervist egóið jafnframt í líkama miðaldra karlmanns sem leikinn er af Kurt Russell. Það er beisikklí vitfirrtur, miðaldra egóisti sem ætlar sér að leggja allt í rúst til að næra egóið sitt. Hljómar það kunnuglega covfefe? Hvað með hlýnun jarðar? Egóvandamál líka? Flóttamenn á vergangi sem enginn vill opna dyrnar fyrir? Hin lygilega misskipting auðs á veraldarvísu? Með öðrum orðum; getur verið að allar nútímabirtingarmyndir innri mótsagna alþjóðakapítalismans séu af sama meiði? Og er baráttan gegn egóinu einhvers konar lógískt andsvar við þessari sameiginlegu rót, móteitur sem þrýst er inn í veruleikann úr öllum áttum til þess að kveða niður vofuna?

Kannski ættum við að snúa taflinu við og skoða það hinum megin frá. Getur verið að stríðið gegn egóinu sé einmitt það sem þarf til þess að viðhalda óbreyttu ástandi? Öðru eins hefur verið haldið fram. Öll lifum við jú í aldingarðinum innan neysluhjúpsins. Skoðum nokkur atriði. Öðrum þræði er tilvera okkar búðargluggi. Við erum örugg. Hér gerist sama og ekki neitt. Við fríkum út þegar framin eru hryðjuverk á kunnuglegum stöðum vegna þess að þá fyrst rennur almennilega upp fyrir okkur að það er annar heimur utan hjúpsins. Það er annað fólk sem fær ekki að vera með. Við tökum þátt í einhverri innantómri prófílmynda–flatneskju. Við förum á styrktartónleika og kaupum bjór og djammreykjum – allt í nafni göfugs málefnis. Við setjum upp kynlaus klósett til þess að skapa svæði án aðgreiningar í samfélagi sem er grundvallað á hugmyndafræði aðgreiningar. Við erum í Nike–skóm og með alls konar pælingar. Og svo framvegis og svo framvegis.

Það er ekki auðvelt að lifa tilveru nútímamanneskju. Sektartilfinningin er sterk, áminningar á hverju strái. Er þá ekki freistandi að krossleggja fætur uppi í sófa, kveikja á kerti, smeygja heyrnatólum á eyrun og virkja litla hugleiðsluappið í símanum sínum? Minna sig á að egóið sé ekkert nema tilbúningur hins eirðarlausa huga og að maður sjálfur sé, þegar horft er í gegnum kyrrt og tært vatnið, ekkert nema birtingarmynd náttúrulegrar einingar og … beri þar með ekki ábyrgð á neinu. Renna svo heyrnartólunum aftur niður, dæsa og njóta kyrrðarinnar sem ríkir hið innra, halda svo áfram að lifa nákvæmlega sama lífinu áfram, vefja svo kannski eina sígarettu og flytja litla, sæta einræðu fyrir utan Húrra um að trúarbrögð sé orsök hins illa í heiminum.
Ég skrifa þetta sem maður sem hefur upplifað kraftmikil og tímalaus augnablik gegnum hugleiðslu þar sem tilfinningin var eins og undirstöður alls væru að molna í huganum. Kannski voru það einhver sekúndubrot eða mínútur þar sem mér fannst eins og herklæðum egósins væri svipt utan af mér, sviðið undir fótum mínum brotnaði, ljósin í salnum slökknuðu. Ég myndi aldrei nokkurn tímann masa um það á þessum vettvangi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að ég er í vafa um hvað þessi verðmætu og um leið ógleymanlegu augnablik merkja.

Því ég er ekki viss. Liggur leiðin til sjálfsþekkingar inn á við? Lengst af hef ég hallast að því. Ég hef löngum haft það á tilfinningunni að það fólk – t.d. virtir og vinsælir heimspekingar – sem heldur því fram að búddísk hugleiðsla sé í raun hin fullkomna hjálparhella taumlausrar markaðs– og neysluhyggju, yndisleg og einföld friðþæging, hafi í raun ekki reynslu af því sem það er að tala um. En það er vissulega eitthvað til í þessu viðhorfi. Af hverju er ég að streða við þetta? Hvers vegna er svona mikilvægt að kála egóinu? Getur ekki verið að það þjóni einhverju hlutverki fyrst raddir þess eru stöðugt að hvísla einhverju að manni? Hættum við að vera gráðug, ofstopafull og árásargjörn ef við sigrumst á egóinu? En höldum við andlegum sprengikrafti? Erum við sjálfsgagnrýnin áfram? Höfum við einhverja áhugaverða hluti að segja? Eða hverfur þetta allt saman þegar við sogumst dag einn ofan í hið eilífa nú og störum tæmd af okkur sjálfum á veröldina eins og hún sé fullkomlega sjálfgefið viðfangsefni?

Það kann að vera að egóið sé okkar stóri vandi og hlutverk okkar sé að gerast verndarenglar stjörnuþokunnar innra með okkur. Þar sé að finna ótæmandi lind ranghugmynda, jafnvel heila plánetu sem spúir þeim látlaust upp úr sér svo þær liti alla okkar tilveru og feli fyrir okkur sannleikann. En það kann líka að vera að veruleikinn sé ein stór ranghugmynd í þeim skilningi að það að vera manneskja sé einfaldlega að skapa heiminn upp á nýtt hvern einasta dag eftir þeirri uppskrift sem raddirnar í höfði okkar – egóið! – hvísla að okkur. Að ætla sér að þurrka uppsprettu ranghugmyndanna feli í sér afneitun á okkar mannlegasta eiginleika. Þannig getur verið að sannleikann og sjálfsþekkinguna sé ekki að finna innra með okkur í ególausu lofttæmi, heldur einmitt fyrir utan okkur, í orðum okkar og athöfnum, blómstrandi innan þeirrar ímyndunar sem við köllum raunveruleika

In the new Guardian of the Galaxy film, guardian angels are rescued somewhere in the never-ending vastness that is the Galaxy by a mysterious being. So it turns out that the aforementioned being is Quill’s father, one of the guardian angels that introduces itself by its name; Ego. The creature invites them to its home planet that carries the same name, the movie progresses and is situated mostly on that peculiar planet, planet Ego. So Quill is the son of Ego, made by the ego. And Quill continuously seeks ways to reach his late mother through his walkman. It’s a thread presented to the audience early on in this energetic film and lays the groundwork for what role will be awaiting our hero Quill. And to bring this metaphor of the Oedipus-complex to perfection Quill has to – of course – destroy the planet “Ego” and save the universe. So in short, he must conquer the ego.

If Hollywood blockbusters are to some extent a mirroring imagery of the contemporary times we live in, somewhat of a conversation between culture and the cultural self, then the message being given is quite obvious. The ego is what threatens our existence; it is the power that shakes the ground our entire universe sits on. It’s the ego that wishes to conquer the world; it’s the ego that draws out aggression; violence; cruelty etc. Do we accept this statement? Of course it comes as no surprise for Hollywood to on one hand take on the actual topic and on the other this exact approach to the topic. All of this is fairly similar and does strike a note with us. The struggle of the ego has been an on-going theme within our culture. For example that the very struggle is one of the main driving forces for the modern mindfulness meditation technique, that has hit the western world as full forced tsunami, where in simple terms we believe the ego is the fiction of the mind and the root of all human suffering. It’s the ego that is the true prison cell, the theatre stage within and the different masks we are, the mask of desire and the mask of lust. The roles allocated to us is the cause and the reason for our life being coloured by suffering.

Do we agree to the ideology showcased by the Guardians of the Galaxy? Are all the worlds’ complications the result of the ego? In this particular movie the ego manifests bodily within a middle-aged man played by Kurt Russell. Who is basically a mad egoist whose only aim is to destroy everything he comes into contact with for the sake of feeding his own ego. Does this sound like a familiar “covfefe”? What about global warming? – also an ego trip problem? Refugees without a place to rest their head and no one reaching out a helping hand? The unfathomable reality of our distribution of wealth? In other words, can it be that the manifestations of contradictions surrounding the global capitalistic system can be derived from the same source? And does that make our fight against the ego somewhat of a completely logical answer to this particular source? The anti-venom injected into the reality from every which direction to kill the virus, to drive away the ghost?

Maybe we should turn the tables, take a moment, and have a look from the other side. Can it be, that the aforementioned inner war on the ego is exactly what is needed to keep the status quo? There are indeed arguments for that. We are all living within the magical Garden of Eden, inside or underneath the veil of consumerism. Let’s take a look at a few points. To an extent, our lives prove to be like a shop window. We are safe. Within, nothing really happens. We react in horror as we hear of terror attacks in geographical locations that are relevant or close to us, because then and only then do we realise that there is a world outside our bubble, our veil. And there are people out there, who aren’t invited. We partake in meaningless profile-photo-nothingness. We attend charity-concerts, buy beer and party-smoke all in the name of “making a change” or “doing it for a good cause”. We install gender-neutral bathroom facilities to create spaces free of segregation in a society, which has its very pillars built on the ideology of segregation. We were NIKE’s with all sorts of relevant, important, coherent ideologies etc. etc.

It isn’t easy living the existence of the millennial human. The sense of guilt is strong with reminders at every corner, How tempting it is simply to kick up one’s feet on a comfortable couch, light a candle, slip on the headset and turn on the freshly downloaded meditation app? Remind yourself that the ego is nothing but a fabrication derived from the restless mind and that you, yourself, in the utter most clarity; prove only to be in fact a simple projection of a simple natural system, and therefore actually not responsible for anything. Slide those headphones back off let out a deep sigh and enjoy the now-ness, the stillness that lives inside of you. Then perhaps roll a cigarette and perform a low-key monologue outside of Húrra about how religion is the root of all-evil in the world.

I write this as a man that has experienced powerful and timeless moments through the practice of meditation where the feeling was as if the pillars of literally everything crumbled within the mind. Maybe for a fraction of a second or matter of minutes where I felt the thick armour surrounding my ego swept away, the stage beneath my feet crumbled, the lights in the arena went dark. I would never go on like this about the subject on this forum if it weren’t for the fact that I question and am in doubt of what these priceless and unforgettable moments truly mean.

I go on because I am unsure. Does the road to self-awareness take you inwards? For the majority of my time, that has been my belief. I’ve often had the sensation that the people who believe otherwise, ie. respected and famous philosophers who suppose the notion that Buddhist meditation is indeed the perfect side-kick for the frantic market of consumerism, it is an enjoyable, simple atonement. I believe these people have actually not shared the same experiences as I have. But undeniably there is a sudden truth in this standpoint. Why does one work so hard towards attaining this, why is it so important to destroy the ego. Can it be that the ego actually has valid importance since it continuously whispers so evidently to us? Will it stop our greed, gluttony and aggression if we conquer the ego? And if so, will we maintain our spiritual driving force? Will we still have the ability to self-reflect? Will we have anything interesting to share? Or will all this disappear as one day we will get sucked down into the never-ending “now” of mindfulness, steering our foreign true self blindly into the abyss of the universe that would appear as a completely irrelevant and self-evident subject.

It might well be that the ego is our greatest challenge and our role is to become the very Guardians of the Galaxies that lie within us. They can be interpreted as an inexhaustible resource of delusions, even an entire planetary system that spews them out colouring our existence and hiding our true vision of reality. But also it could be that the universe is one big delusion, in the way that the sheer notion of being a human is to re-invent and innovate the world we live in. And then, everyday for the rest of our lives the ego within us will be the driving force to demolish the resource of delusions that lie within including the denial of our most human act of all. In that regard it can prove correct that the truth and the self-knowledge is not to be found on the inside in an ego-less lot, rather on the outside, in our words and our actions, flourishing in the imagined realm that we refer to as the reality.