LungA

16-23 July 16.-23. júlí

lunga_fb_profile

New look, new homepage!! Nýtt look, ný heimasíða!!

lunga_fb_profile

LungA kynnir nýtt og spennandi samstarf við Studio Holt sem tekið hefur við allri grafík fyrir bæði LungA hátíðina og LungA skólann.

Ný heimasíða fer í loftið um mánaðarmótin mars/april, þar sem Studio Holt kynnir myndrænan hugarheim sinn fyrir LungA vörumerkið.

Við bjóðum Studio Holt velkomin í LungA fjölskylduna og þökkum Guðmundi Úlfarssyni fyrir sitt frábæra og ómetanlega framlag hingað til!

Gummi við óskum þér velgengis með ný og spennandi verkefni með söknuð í hjarta!

Ást
LungA

LungA introduces a new and exciting collaboration with Studio Holt, who has taken over all the graphics for both the LungA festival and the LungA school.

A new website will be launched in March / April, where Studio Holt presents our new look.

We welcome Studio Holt to the LungA family and thank Gudmundur Úlafarsson for his wonderful and priceless contribution so far!

Gummi, good luck with your new and exciting projects.
We will miss you with all our hearts!

Love
LungA

LungaArtFestival_by_MagnusElvarJonsson1083

LungA 2018 LungA 2018

LungaArtFestival_by_MagnusElvarJonsson1083

Það styttist óðum í LungA 2018!! Þetta árið ætlum við að breyta til- í stað þess að vera með tónleika eitt kvöld – munum við vera með tónleika tvö kvöld í röð í Norðursíld…Föstudagskvöldið 20.júlí og Laugardagskvöldið 21.júlí!!
Erly bird miðar fara í sölu 28. Febrúar á tix.is!!

Early bird verð, einn dagur – 5900
Early bird verð, helgarpassi – 8900
Einn dagur – 7900
Helgarpassi – 10900

P.s. Ný heimasíða mun opna bráðlega!!

#LungA2018 #staytuned

Lunga 2018 is coming up soon!! This year we are doing something new – instead of one day concert – there will be TWO DAY concert at Norðursíld, Friday the 20th and Saturday the 21st of July.
Early bird tickets will go on sale 28th of February on tix.is!!

Early bird one day – 5900ISK
Early bird two days – 8900ISK
One day – 7900ISK
Two days – 10900ISK

Save the date !!

P.s. We have a new website coming soon!!

#LungA2018 #staytuned

EGO – an article by Halldór Armand Ásgeirsson EGO – grein eftir Halldór Armand Ásgeirsson

Banner4

Í nýju Guardians of the Galaxy–myndinni er verndarenglunum bjargað úr klandri einhvers staðar í víðáttum stjörnuþokunnar af dularfullri veru. Það kemur á daginn að veran reynist vera hinn týndi faðir Quills, eins af verndarenglunum, og hún kynnir sig með nafni sínu: Egó. Síðar meir býður veran þeim á plánetuna sína, sem ber sama nafn, og bróðurpartur myndarinnar gerist svo á þessum forvitnilega hnetti. Quill er sumsé sonur Egós, kominn af egói. Og já, gæinn reynir líka stanslaust að nálgast látna móður sína gegnum vasadiskóið sitt. Áhorfandinn öðlast þessa vitneskju snemma í þessari fjörugu mynd og getur nokkurn veginn sagt sér hvaða hlutverk bíður Quills. Til þess að fullkomna Ödipúsar–komplexinn og jafnframt að bjarga heiminum þarf hann – nema hvað – að eyða plánetunni Egó. Hann þarf að sigrast á egóinu.
(more…)

Prolouge Leiðari

tumblr_n91hxgRjnH1tgio4ao1_1280

Kæri lesandi.

Nú er komið að því að halda LungA hátíðlegt enn einu sinni og mikið hlakka ég til.

Frá því að ég var 15 ára, eða síðustu 18 ár, hafa sumrin mín snúist um LungA. Sama hvar ég hef búið í heiminum þá sný ég heim til Seyðisfjarðar í júlí til þess að vera með í undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. Reynsla sem mótað hefur líf mitt á óteljandi vegu og ég hefði ekki viljað vera án.

Árlega koma hundruðir manna til Seyðisfjarðar til að taka þátt í listsköpun af ýmsu tagi. Mörghundruð fleiri koma svo og njóta afrakstursins í formi allskyns sýninga, tónleika og gjörninga, en dagskráin er alltaf óútreiknanleg blanda af fyrirfram ákveðnum viðburðum og því sem verður til, óvænt á staðnum.
(more…)

Seyðisfjörður community Radio 107,1 presented by the LungA School LungA Skólinn kynnir – samfélagsútvarp Seyðisfjarðar 107,1

tumblr_olokak6lom1v4z6y8o9_1280

Samfélagsútvarp Seyðisfjarðar og LungA skólinn kynna: HÁTÍÐAR ÚTVARPIÐ!

Í LungA vikunni verður samfélagsútvarp Seyðisfjarðar starfrækt frá Herðubreið undir stjórn LungA skólans.

Útvarps tímar alla daga á meðan á hátíðinni stendur frá:
8.00 – 9.00
16.00 – 18.00
22.00 – 00.00

Seyðisfjörður Community Radio and the LungA School presents: FESTIVAL RADIO!

During the LungA week we will send out radio waves into the ether. They will travel far and wide, through walls and flesh and bone and into your brain where you will pick up the information that they carry and you will transform it back into words and sounds.
And you will laugh and cry. And perhaps you will fall a little bit in love.

Seyðisfjörður Community Radio is an ode to all the stories that are here in town now, all the stories that have existed here in the past and all the stories that will be here in the future.
During the LungA Festival we will be your eyes and ears everywhere, reporting on all the things that you didn’t know you missed, doings interviews, local investigations, poetry and of course music to wake up to.

Broadcasting time, each day during the festival:
8.00 – 9.00
16.00 – 18.00
22.00 – 00.00

LungA friendship bracelet Vinaband LungA

FullSizeRender

LungA listahátíð heldur áfram að bjóða upp á fjöldan allan af heimsklassa listviðburðum, gestum hátíðarinnar að kostnaðarlausu. Dansýningar, uppistand, tónleika, fyrirlestra, gjörninga og innsetningar af ýmsu tagi.

Við teljum það hlutverk okkar að bjóða upp á metnaðarfulla listdagskrá, veita innblástur, skapa öruggt lærdómsrými og leiða saman líkar sálir.

Í ár bryddum við upp á nýjung og bjóðum öllum þeim sem hafa áhuga á að styrkja LungA í starfi sínu í þágu listar og menningar að kaupa vinaband LungA. Vinaband LungA er ekki aðgangsgefandi, það kostar 2.000 krónur og færir gott karma og sköpunnargleði til þess sem það ber. Armbandið er hannað af Guðmundi Úlfarssyni, hönnuði hátíðarinnar og er listaverk út af fyrir sig.

Hægt verður að nálgast vinaböndin á Seyðisfirði yfir hátíðina sjálfa. Ef þú sérð þér ekki fært að sækja vinabandið til okkar, sendu þá tölvupóst á vinaband@lunga.is með kvittun, nafni og heimilsfangi og við komum því til skila.

Keyptu Vinaband LungA á tix.is
LungA

LungA art festival will continue to offer a variety of high class artistic experiences for free. Dance performances, theatrical performances, music, talks and so much more.
We see it to be our role to offer an ambitious art program, to provide inspiration and to create a safe learning environment in which like minded soles can meet.

This year we are trying out something new when we offer all LungA lovers to support the continued work we do in the name of art and education, by buying the LungA friendship bracelet. The LungA friendship bracelet does not give you access to any event even though it costs 2.000 ISK. However, it brings good karma and creativity to the one who wears it.

The bracelet is designed by Guðmundur Úlfarsson, LungA’s official designer, and is an art piece in itself.

You can pick up your bracelet at the festival or we can send it to your home. Just send us an email with your receipt, name and address and we will post it for you!

Buy your bracelet at tix.is

LungA