LungA

FAQ / Practicalities Hagnýtar upplýsingar

Kostnaður

Nemendur við LungA skólann borga skólagjöld til að komast inn í námið. Skólagjöldin á hverju námskeiði/hverri önn verða tilkynnt um leið og opnað verður fyrir umsóknir. Innifalið í skólagjöldum er fæði og húsnæði á meðan á náminu stendur. Einnig er innifalið efni sem notað er á námskeiðum og flest af þeim efnivið sem nemendur nota í eigin vinnu.
Verðið fyrir tólf vikna prógram er á milli 500.000 og 550.ooo krónur.

Aldur

Það er ekkert aldurstakmark í LungA Skólanum, öllum er frjálst að sækja um, en flestir nemendurnir eru á bilinu átján og þrjátíu ára.

Gistiaðstaða

Nemendur munu búa í húsnæði skólans á Seyðisfirði. Við bjóðum upp á þrjár heimavistir sem eru staðsettar á mismunandi stöðum í þorpinu. Þegar sótt er um er hægt að velja um annarsvegar dvöl í herbergi fyrir tvo, sem er samnýtt með öðrum nemanda, eða hinsvegar dvöl í eigin herbergi. Verðið miðast við fyrrnefnda kosti.  Við getum ekki lofað þér að allar óskir þínar verði uppfylltar, en við munum gera okkar besta.  Á sumrin eru húsnæðið nýtt sem hótel og farfuglaheimili, en á meðan á náminu stendur er það eingöngu fyrir nemendur LungA skólans.

Um Seyðisfjörð

Seyðisfjörður er ekki stórt þorp – en frábært engu að síður! Þrátt fyrir smæðina er hér innanhúss-sundlaug, kaffihús, bar, spítali, listamannaíbúðir, golfvöllur, skíðaaðstaða, bíó og margt fleira. Semsagt, allt sem þú þarft og meira til!

Samgöngur

Það fer eftir því hvaðan úr heiminum þú kemur hvaða ferðamáta þú velur. Hér eru nokkrir algengir valkostir.

Með flugvél:
Ef þú flýgur að utan munt þú koma til landsins á flugvellinum í Keflavík og fara síðan á innanlandsflugvöllinn í Reykjavík. Flugrútan er með áætlunarferðir frá Keflavík á innanlandsflugvöllinn í Reykjavík. Síðan er hægt að fljúga með innanlandsflugi frá Reykjavík til Egilsstaða og taka þar rútu á flugvellinum á Egilsstöðum til Seyðisfjarðar. Gjörðu svo vel! (notaðu www.momondo.com eða aðrar svipaðar leitarvélar til að finna ódýrasta verðið)
Með bíl:
Hvort sem þú keyrir suðurleiðina eða norðurleiðina umhverfis Ísland er ágætt að miða við tíu klst. akstur (gert ráð fyrir tíma til að pissa og næra sig). Ef þú átt ekki bíl er annaðhvort hægt að ferðast með rútu eða leigja bíl. Nemendur við LungA skólann fá tilboðsverð á Kúkúcampers.
Með báti:
Það er í boði yndisleg tveggja daga sigling frá Hirtshals í Danmörku beint til Seyðisfjarðar. Stoppað er í Færeyjum og hægt að dvelja þar í nokkrar klukkustundir. Ferðalagið getur verið áskorun vegna veðuraðstæðna síðla hausts og á veturnar.(www.smyril-line.com)

Cost

The students at LungA School pay tuition to attend the program. The tuition for each program will be announced when the application opens. This includes food and accommodation during the program. It also includes materials used in the workshops and most materials used for the students’ own work.
Usually the price for the 12 week program ’84’ is between 500.000 and 550.000 ISK

Age

There is no age limit at the LungA School so everyone are welcome to apply, however most of our students are between 18 and 30 years old.

Accommodation

All students live at the school facilities in Seyðisfjörður. We live together as in a commune and take care of the house together.

How is Seyðisfjörður?

Seyðisfjörður is not a big town – but it is a great town! And in spite of it’s size it has an indoor swimming hall, a cafe, a supermarket, a bar, a hospital, art residencies, a golf course, skiing possibilities, a cinema and much more.

Transportation

Depending on where you are coming from in the world, the traveling options are quite different. Here you have a few commonly chosen possibilities:

Plane:
If you arrive from abroad you will have to go from Keflavik Airport to the domestic airport which is located in the city of Reykjavik. Airport shuttle buses depart regularly from Keflavik and will take you there. Then you take a domestic flight from Reykjavik to Egilsstadir and then a 30 min bus ride to Seyðisfjörður. Voilá. (use www.momondo.com or other similar search engines to find the cheapest price)
Car:
Whether you drive south or north around Iceland it is approximately a ten hour drive (with eating and peeing breaks). For this option you can either go with a bus or you can rent a car. LungA School students get a special price at Kúkúcampers.
Boat:
A wonderful two-day sail trip will take you from Hirtshals, Denmark directly to Seyðisfjörður. On the way you will also come by The Faroe Islands and have a few hours to spend there. The trip can be a bit rough during late fall and winter. (www.smyril-line.com)